Hér að neðan sést spá um hvernig brennisteinsdíoxíð (í lit) og aska (svört korn og stjörnur) myndu dreifast miðað við veðurspár Belgings og ákveðnar forsendur um hæð gosmakkar, magn og kornastærðardreifingu gosefna. Sjáið nánar grein Umhverfisstofnunar um loftmengun í eldgosum en SO₂ kvarðinn í kortinu að neðan tekur mið af henni.

Í ljósi aðstæðna höfum við kveikt á dreifingarspánni aftur.

Spá um dreifingu gosefna

Við útreikningana er stuðst við besta tiltæka mat á magni SO₂ og ösku sem eldarnir gefa frá sér. Spáin er svo endurgerð á um klukkustundar fresti miðað við veðurgögn úr nýjustu Rapid Refresh spánni frá NOAA sem innlag í WRF-Chem líkan keyrt í 400m upplausn á reikniþjörkum Belgings.

Allar athugasemdir sendist vinsamlegast á belgingur@belgingur.is